Unglingalandsmót UMFÍ 2019 fer fram um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði í samstarfi við Ungmennasambandið Úlfljót (USÚ) og Sveitarfélagið Hornafjörð. Öll ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára geta skráð sig til leiks. Þar reyna þátttakendur með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag til að koma á Unglingalandsmót UMFÍ.
Eins og á öllum Unglingalandsmótum UMFÍ er keppt í fjölmörgum skemmtilegum greinum alla mótsdagana. Á kvöldin verða tónleikar með m.a. Bríeti, Daða Frey, Úlfi Úlfi, Sölku Sól, Unu Stef og GDRN.
HSV greiðir helming þátttökugjalds fyrir sína iðkendur. Þátttakendur frá HSV greiða því kr. 3.750 í skráningargjald.
Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráning á vefslóðinni: www.ulm.is