Stjórn Afrekssjóðs HSV hefur úthlutað styrkjum til sex íþróttamanna frá fjórum aðildarfélögum sambandsins.
Styrkþegar eru:
Frá BÍ88:
Daði Freyr Arnarsson, æfir og keppir í knattspyrnu með 3. flokki, 2. flokki og meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur. Daði hefur æft með U-17 landsliði Íslands frá hausti 2013 og spilað með þeim á tveimur mótum. UEAFA æfingamóti í Wales 8.-12.apríl 2014 og Norðurlandamóti í Danmörku 28.júlí-2.ágúst 2014.
Viktor Júlíusson, æfir og keppir í knattspyrnu með 3. flokki, 2. flokki og meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur og U-17 landsliði Íslands. Viktor hefur æft með U-17 landsliði Íslands frá hausti 2013 og spilað með þeim á tveimur mótum; UEAFA æfingamóti í Wales 8.-12.apríl 2014 og undanriðli fyrir EM 2015 í Moldóvu 15.-20.október 2014.
Frá Kraftlyftingafélaginu Víkingi
Sigfús Fossdal. Kraftlyftingamaður í KFV- Kraftlyftingafélaginu Víkingur og landsliðsmaður í bekkpressu og kraftlyftingum. Sigfús hefur á árinu unnið Íslandsmeistaratitla í bekkpressu og kraftlyftingum. Varð 7. á HM í bekkpressu og 4. á HM í kraftlyftingum. Hlaut brons á NM í bekkpressu og brons á NM í kraftlyftingum. Er bikarmeistari í kraftlyftingum.
Frá Handknattleiksdeild Harðar:
Gísli Jörgen Gíslason. Spilaði handbolta með 4. flokki, 2. flokki og meistaraflokki Harðar. Hefur verið valinn á landsliðæfingar hjá HSÍ síðastliðið ár.
Frá Blakfélaginu Skelli:
Telma Rut Sigurðardóttir. Spilar með 3. flokki og meistarflokki Skells. Verið valin í æfingahóp U17 í blaki frá vori 2014.
Kjartan Óli Kristinsson. Spilar blak með 3. flokki og meistaraflokki Skells. Var valinn í U17 landsliðið í blaki. Spilaði með því á fjölþjóðlegu móti á Englandi um mánaðarmótin október-nóvember 2014.
HSV óskar þessum afreksíþróttamönnum til hamingju.