Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði HSV. Alls bárust umsóknir frá fjórum aðildarfélögum HSV vegna 8 íþróttamanna.
Eftirtaldir íþróttamenn fengu styrki:
Frá íþróttafélaginu Herði:
Margrét Rún Rúnarsdóttir, stundar glímu hjá glímudeild Harðar. Í ágúst síðastliðinn fór hún í keppnisferð til Englands. Framundan er ferð á með landsliði Glímusambandsins á Evrópumeistaramótið í Brest, Frakklandi í apríl 2016.
Jón Ómar Gíslason æfir handbolta hjá handboltadeild Harðar. Valinn til þátttöku á fimm úrtaksæfingar hjá U15 landsliði HSÍ.
Frá íþróttafélaginu Skelli
Kjartan Óli Kristinsson. Æfir og spilar blak með meistarflokki karla og 3. flokki drengja. Valinn í landslið U17 og U19 drengja hjá BLÍ. Keppti með U17 landsliðinu í Kettering í Englandi 29. október til 2. nóvember og með U19 landsliðinu í Ikast í Danmörku 12. – 16. október.
Birkir Eydal. Æfir og spilar blak með meistaraflokki karla og 3. og 4. flokki drengja. Valinn í U17 landslið BLÍ og fór og keppti með því liði í Ikast í Danmörku 12. – 16. október.
Frá Skíðafélag Ísfirðinga:
Albert Jónsson skíðagöngumaður hjá SFÍ. Albert er í U21 landsliðinu í skíðagöngu.
Dagur Benediktsson skíðagöngumaður hjá SFÍ. Dagur hefur verið valinn í U21 landsliðinu í skíðagöngu
Sigurður Hannesson skíðagöngumaður hjá SFÍ. Sigurður hefur verið valinn í U21 landsliðið í skíðagöngu.
Hjá þessum skíðamönnum eru framundan ferðir á vegum U21 landsliðsins í skíðagöngu sem liður í undirbúningi fyrir HM unglinga sem fram fer í Rúmeníu í febrúar næstkomandi og Olympíuleika ungmenna sem haldnir eru í Geiló, Noregi í febrúar á næsta ári
Frá Íþróttafélaginu Ívari
Kristín Þorsteinsdóttir stundar sund hjá íþróttafélaginu Ívari. Hefur undanfarið Keppt nokkuð fyrir Íslands hönd á mótum erlendis. Hefur nýlokið keppni á opna Evrópumeistarmóti DSISO (Down Syndrome International Swimming Organization) og náði þar glæstum árangri. Kom heim með fimm gull, eitt silfur og eitt brons, setti 10 evrópumet og 2 heimsmet. Til undirbúnings fyrir það mót keppti Kristín á opna þýska meistaramót fyrir fatlaða í Berlín í apríl, bikarmót IF í júní og Íslandsmeistaramót i 50m laug í október. Kristín hefur í tvö ár í röð verið útnefnd Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.
Allir þessir íþróttamenn eru ungir að aldri og eru á meðal þeirra bestu í sínum aldursflokki í sinni grein. Augljóst er að mikið og öflugt barna- og unglingastarf íþróttafélaga á starfssvæði HSV er að skila sér í góðum árangri íþróttafólksins okkar.