Íþróttaskólinn hefst föstudaginn 23.ágúst. Þessar fyrstu vikur íþróttaskólans munu vera útiæfingar í grunnþjálfun í 1.-4.bekk og fara þær æfingar fram á sparkvellinum við Grunnskólann á Ísafirði. Fyrsta tímabil boltaskólans er fótbolti og munu æfingar fyrir 1.-2.bekk fara fram á sparkvellinum við Grunnskólann á Ísafirði. Fótboltaæfingar fyrir börnin í 3.-4.bekk fara fram á Torfnesi og munu börnin fara með rútu upp á Torfnes og aftur til baka í grunnskólann eftir æfinguna. Rútan stoppar við alþýðuhúsið/bíóið þar sem strætó stoppar venjulega.
Sundæfingar hefjast einnig föstudaginn 23.ágúst og verða frá þeim degi í sundlauginni á Ísafirði.
Ég vil minna á mikilvægi þess að börnin séu klædd eftir veðri þegar útiæfingar fara fram og í viðeigandi klæðnaði fyrir íþróttaæfingu.