Útivist og heilsuefling!
Kynning í Menntaskólanum á Ísafirði fimmtudaginn 15. apríl 2010
Sýningaraðilar: Ferðafélag Íslands/Ferðafélag Ísfirðinga
Heilsuefling í Ísafjarðarbæ
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Almenningsíþróttasvið
Lýðheilsustöð, hreyfing, holt fæði, geðhjálp o.fl
Ungmennafélag Íslands, Ganga.is, Fjölskyldan á fjallið
Miðvikudagskvöld: Uppsetning kynningarbása.
D A G S K R Á
Fimmtudag:
Kl. 08:00 Nemendur geta gengið á milli sýningarbása, skoðað og kynnt sér málin.
Kl. 10:30 Í fundartíma á sal. Fulltrúar sýningaraðila flytja stutt erindi og kynna sín samtök.
Nemendur og starfsfólk skólans getur fræðst um málefni félagasamtakanna í frímínútum og hádegishléi og rætt við fulltrúa þeirra. Boðið verður upp á ýmsa hreyfingu á staðnum svo sem: Stafgöngu, hléæfingar, styrktaræfingar o.fl.
Kl. 12:00 - 13:00 Hægt verður að kaupa sér sérstakt heilsufæði á góðu verði í mötuneyti skólans.
Kl. 17:00 Opið hús fyrir íbúa á Norðanverðum Vestfjörðum sem áhuga hafa á að kynna sér starf og verkefni þeirra félagasamtaka sem að kynningunni standa.
Fulltrúar sýningaraðila flytja erindi og kynna samtök sín og það kynningarefni sem boðið er upp á í sýningarbásunum. Gestir fá tækifæri til að hitta fulltrúa félagasamtakanna og fræðast nánar um starf þeirra. Þá verður einnig boðið upp á stafgöngu, hléæfingar, styrktaræfingar o.fl.
Kl. 20:00 Aðalfundur Ferðafélags Ísafjarðar, fulltrúar frá Ferðafélagi Íslands mæta á fundinn og kynna starf félagsins og annarra deilda þess á landsbyggðinni.