Landsmót UMFÍ50+ var haldið hér á Ísafirði um síðustu helgi. Mótið heppnaðist mjög vel og er óhætt að segja að HSV og aðrir aðstandendur mótsins séu í sjöunda himni með hvernig til tókst. Einmuna veðurblíða var alla mótsdagana sem og í undirbúningi og frágangi. Keppni gekk allajafna mjög vel og stóðust tímasetningar næt alveg. Félagslegu hliðinni var einnig gerð góð skil og voru keppnedur mjög ánægðir með þá nýbreytni en bæði á föstudagskvöldi og laugardagskvöldi voru samkomur í Edinborgarhúsinu þar sem fullt var útúr dyrum bæði kvöldin.
Svona mót er ekki haldið nema með samvinnu margra aðila. Ísafjarðarbær var samstarfsaðili við mótshaldið og þakkar HSV þeim kærlega fyrir samstarfið. Ekki síst starfsmönnum áhaldahúss og starfsmönnum íþróttasvæðisins á Torfnesi en þar var unnið af dugnaði til að gera allt kárt fyrir keppendur og mótahald.
Einnig komu a mótinu fjöldi bæjarbúa sem sjálfboðaliðar við keppnishald. Sinna þarf dómgæslu, mæla lengdir, taka tíma og skrá niður. að þessum störfum komu um 100 sjálfboðaliðar sem unnu ómetanlegt starf og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Án þeirra hefði þetta aldrei gengið upp. Það er ómetanlegt að búa í samfélagi þar sem allir leggjast á árarnar og vinna í sjálfboðavinnu fyrir sitt félag og sinn bæ. Takk.