Um 80 manns mættu á fyrilestur Vöndu fyrir iðkendur íþrótta.
Um 80 manns mættu á fyrilestur Vöndu fyrir iðkendur íþrótta.

Vanda Sigurgeirsdóttir heimsótti Ísafjörð í vikunni og hélt þrjá fyrirlestra á vegum HSV. Á miðvikudag fræddi hún annarsvegar þjálfara og stjórnarmenn um samskipti við iðkendur, um börn í félagslegum vanda og hvernig þjálfarar geta haldið börnum í íþróttum. Hinsvegar fyrirlestur fyrir foreldra íþróttakrakka um jákvæða og neikvæða leiðtoga - og hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að verða jákvæðir leiðtogar. Á fimmtudag var fræðsla fyrir iðkendur um sálrænan undirbúning og kenndar nokkrar leiðir til að kenna krökkunum að vinna í andlega þættinum. Einnig rætt um leiðtoga og muninn á jákvæðum og neikvæðum leiðtoga.

Mjög góð mæting var á alla fyrirlestrana, sérstaklega var ánægjulegt að á síðasta fyrilesturinn mættu um 80 iðkendur. HSV þakkar öllum þeim sem komu og hlýddu og vonar að Vanda hafi gefið hlustendum punkta til að hugsa um og vinna með.