Drengjaflokkur Vestra í körfubolta tók um páskana þátt í sterku móti í Svíþjóð, Scania Cup. Liðið lék mjög vel á mótinu og tryggði sér þátttöku í úrslitaleik síns aldursflokks. Á annan í páskum var úrslitaleikurinn spilaður gegn norksa liðinu Ulriken Eagles og sigraði Vestri með tveggja stiga mun. Í lok móts var Hugi Hallgrímsson valinn maður mótsins. Þjálfari liðsins er Nebosja Knezevic.