Meistaraflokkur og 2. flokkur Vestra í knattspyrnu er nú í æfingaferð í Montecastio á Spáni. Ferðin hófst síðasta fimmtudag og líkur næsta fimmtudag. Æft er einu sinni til tvisvar á dag við bestu mögulegu aðstæður. Á undirbúningstímabilinu hefur liðið æft í tvennu lagi annarsvegar á gervigrasi í Garðabæ og hinsvegar á parketi í Bolungarvík. Það er því liðinu mikilvægt að ná að æfa saman og spila bolta á góðum völlum. Á þriðjudag spilaði Vestri við lið Gróttu sem einnig er hér í æfingaferð og lauk leiknum með sigri Vestra 2-1. Mörkin skoruðu Þórður Hafþórsson og Zoran Plazonic, Pétur Bjarnason átti báðar stoðsendingarnar. Grótta leikur í fyrstu deild á komandi tímabilien Vestri í annari deild. Fyrsti leikur Vestra í Íslandsmóti er 4. maí
Leita
Fylgstu með á Facebook
Félög
- Golfklúbbur Ísafjarðar
- Golfklúbburinn Gláma
- Hestamannafélagið Hending
- Hestamannafélagið Stormur
- Íþróttafélagið Grettir
- Íþróttafélagið Höfrungur
- Íþróttafélagið Ívar
- Íþróttafélagið Stefnir
- Knattspyrnufélagið Hörður
- Skíðafélag Ísfirðinga
- Skotíþróttafélag Ísafjarðar
- Sæfari
- Ungmennafélagið Geisli
- Íþróttafélagið Vestri
- Kubbi, íþróttafélag eldriborgara í Ísafjarðarbæ
- Klifurfélag Vestfjarða