Í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ, er meðal annars efnis ítarlegt viðtal við Veigu Grétarsdóttur. Veiga er formaður Sæfara sem er eitt af aðildarfélögum HSV. Í blaðinu ræðir Veiga um upplifun sína að stunda íþróttir á mismunandi stigum kynleiðréttingar, ýmsar hindranir sem transfólk stendur frammi fyrir í íþróttum og hvað íþróttafélög geta gert til að auðvelda transfólki að taka þátt í íþróttum. Á forsíðu blaðsins er mynd sem Ágúst Atlason tók af Veigu út á Arnarnesi.
Smellið á hlekkinn og lesið nýjasta blaðið hér: Skinfaxi 3. tbl. 2019