Reglugerð þjálfarasjóðs HSV
- Grein
Þjálfarasjóður Héraðssambands Vestfirðinga er sjóður til styrktar menntunar þjálfara innan íþróttafélaga HSV. Styrkveitingum er ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með Því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.
- Grein
Framlög til sjóðsins eru samkvæmt 9.grein samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar frá árinu 2011. Sjóðstjórn er heimilt að leita eftir viðbótarfjármagni frá öðrum aðilum.
- Grein
Umsækjendur skulu vera þjálfarar og/eða leiðbeinendur innan aðildarfélags HSV. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.
- Grein
Stjórn sjóðsins skal skipa þremur stjórnarmönnum auk tveggja varamanna. Stjórn sjóðsins skal kosin á ársþingi HSV. Eigi má velja einstaklinga, til stjórnarsetu í sjóðnum, er gegna stjórnarsetu í aðildarfélagi innan HSV.
Hlutverk stjórnar er að úthluta fé úr sjóðnum og fylgjast með nýtingu styrkja.
Starfsmaður sjóðsstjórnar skal vera framkvæmdarstjóri HSV.
Styrkveitingar, sem sjóðstjórn ákveður, skulu bornar undir stjórn HSV til staðfestingar.
5.Grein
Í umsóknum skal tilgreina:
- Heiti umsækjanda.
- Tengsl umsækjanda við félag, deild eða starfsemi innan Ísafjarðarbæjar-HSV
- Lýsing á verkefninu með tímaáætlun og markmiðum.
- Fjárhagsáætlun fyrir verkið
- Sundurliðuð áætlun, tekjur og gjöld.
- Upphæð sem sótt er um.
- Annað er þurfa þykir.
- Grein
Sjóðstjórn skal auglýsa styrki tvisvar sinnum á ári mars og október.
- Grein
Sjóðsstjórn metur hverja umsókn til samþykktar eða synjunar. Verði umsókn samþykkt til styrkveitingar skal sjóðsstjórnin ákveða hversu háan styrk viðkomandi verkefni hlýtur.
Umsækjanda skal sent rökstutt svar við umsókninni.
Greiðsla styrks fer fram í verklok gegn afhendingu skýrslu frá styrkþega um verkefnið. Stjórn verkefnasjóðs er heimilt að afturkalla styrk ef skýrsla berst ekki innan eins mánaðar eftir verklok. Styrkþegi getur sótt skriflega um frest til verkefnastjónar innan eins mánaðar frá verklokum.
- grein
Reglugerð þessi tekur gildi þegar Formannafundur HSV hefur staðfest hana og gildir þar til ársþing HSV ákveður annað.
Ísafjörður 22.febrúar 2011