14. Héraðsþing HSV var haldið í Háskólasetri Vestfjarða. Tókst þingið vel í alla staði. Þingforseti var Marinó Hákonarson sem hélt utan um þingið og stýrði því með myndarbrag. Lagðir voru fram ársreikningar ársins 2013, sem sýna að rekstur HSV var í góðum höndum og gott jafnvægi fjármálum sambandsins. Þá var lögð fram skýrsla stjórnar sem sýndi gróskumikið starf síðasta árs.


Jón Páll Hreinsson lét af störfum sem formaður eftir átta ára setu og var honum þakkað og hælt víxl gegnumgangandi allt þingið, enda hefur hann verið mikill og farsæll leiðtogi HSV þennan tíma. Nýr formaður var kjörin Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, ávarpaði þingið og sæmdi Jón Pál Hreinsson gullmerki UMFÍ.  Veitt voru starfsmerkiUMFÍ sem komu í hlut Önnu Lindar Ragnarsdóttur og Huldu Gunnarsdóttir fyrir áralangt gott starf innan ungmennahreyfingarinnar, sem burðarásar í starfi ungmennafélagsins Geisla Súðavík. Þá voru veitt tvö silfurmerki HSV, en það voru Óðinn Gestsson og Ingólfur sem fengu þau fyrir gott starf innan HSV. Þá hlaut Jóhann Króknes Torfason gullmerki HSV fyrir langt óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.