Fyrir nokkrum árum gerðu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Háskóli Íslands með sér samning um eflingu samstarfs á sviði íþrótta. Markmiðið með samningnum var að efla tengsl og samstarf mismunandi fræðasviða Háskóla Íslands og íþróttahreyfingarinnar.

Föstudaginn 24. mars munu ÍSÍ og HÍ standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu  sem ber heitið „Að stjórna íþróttafélagi - Ekkert mál?“ Megin tilgangur ráðstefnunnar er að fræða stjórnendur innan íþróttahreyfingarinnar um atriði eins og skatta og skyldur, ábyrgð stjórnenda, tryggingamál, sjálfboðaliða og íþróttauppeldi. Þarna gefst stjórnendum íþróttafélaga, foreldraráða og öðrum áhugasömum einstakt tækifæri til að hlusta á fræðimenn og stjórnendur í íþróttahreyfingunni halda erindi og taka þátt í umræðum.  

Ráðstefnan verður föstudaginn 24. mars og hefst klukkan 12.00. Áætlað er að dagskrá ljúki kl. 16.30

Dagskrá ráðstefnunnar er: http://www.hi.is/sites/default/files/bgisla/ad_stjorna_ithrottafelagi_radstefna_0.pdf

 

Ráðstefnan verður tekin upp en einnig mun verða sýnt beint frá henni og er tengillinn https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=4c7bec59-a86a-447e-b87c-a3274f0e2e94

 HSV hvetur stjórnendur íþróttafélaga til að fylgjast með þessari áhugaverðu ráðstefnu.