Afreksform HSV 2018-2019

Fyrir iðkendur aðildarfélaga HSV fædd 2006-2003.

Staðsetning: Sjúkraþjálfunar Vestfjarða

Þjálfarar: Tómas Emil Guðmundsson og Atli Þór Jakobsson sjúkraþjálfarar.

Tímasetning: Mánudagar og fimmtudagar 14:50 – 15:50, frá 17. september til 20. desember. Frístundarúta fer frá Bolungarvík kl. 14.30 og aftur frá Torfnesi kl. 16.00.

Verð: Haustönn kr. 8.000

Markmið: Er fyrst og fremst að stýra betur álagi hjá ungum íþróttaiðkendum og lækka meiðslatíðni. Ennfremur að auka gæði þjálfunar hjá þessum aldurshóp og minnka brottfall unglinga með markvissari og fjölbreyttari þjálfun.

Fyrirkomulag

Í tímunum er boðið upp á fjölbreyttar æfingar sem miða að því að bæta snerpu,  sprengikraft, úthald, liðleika og styrk iðkendanna undir stjórn sjúkraþjálfara. Þjálfarar munu einnig skima hópinn til að finna út styrkleika og veikleika hvers og eins og hjálpa krökkunum að vinna sérstaklega með þá þætti.

Iðkendur fá fræðslu um hvernig og hversu mikið sé rétt að æfa miðað við aldur og líkamsburði og mikil áhersla er lögð á að iðkendurnir læri að gera æfingarnar rétt. Þar með minnka líkur á einkennum ofálags á þeim aldri þegar krakkarnir eru að taka út mestan vöxt.

Þarna koma saman ungir iðkendur ólíkra íþróttagreina. Þannig næst betri yfirsýn yfir æfingaálag auk þess sem þátttaka þvert á íþróttagreinar styrkja félagslega þáttinn í íþróttiðkun hjá fámennum félögum í litlu samfélagi.

Skráning

Til að taka þátt þarf að skrá sig í skráningarkerfinu á heimasíðu HSV. Þetta er sama kerfi og notað er fyrir íþróttaskólann. Farið er inn á www.hsv.is og þar valið; skráning iðkenda.

Verð er kr. 8.000 fyrir önnina og er hægt að skipta greiðslu í tvennt.

Ekki er hægt að taka þátt í þessum æfingum ef börnin hafa ekki verið skráð á námskeiðið. Opið er fyrir skráningar til miðvikudagsins 26. september.