Þar sem vinnu við breytingar á Afreksmannasjóði HSV er ekki enn lokið, hefur stjórn sjóðsins ákveðið að auglýsa eftir umsóknum samkvæmt gamla ferlinu. Líkt og í fyrra fara umsóknir nú fram í gegnum póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu koma frá iðkendum í gegnum félögin. Hverju félagi verður úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir sem hyggjast sækja um í afrekssjóðinn snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið. Slóðin er www.hsv/umsokn 

Allir íþróttamenn geta sótt um styrk í sjóðinn svo framarlega sem þeir eru aðilar innan HSV og uppfylla þau skilyrði sem eru í 7. grein laga afreksmannasjóðsins sem sjá má hér á heimasíðu HSV.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 9. maí 2016.

Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við framkvæmdastjóra HSV; hsv@hsv.is eða í síma 8638886.