Albert Jónsson gönguskíðamaður hefur verið vailinn til keppni á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum. Að þessu sinni fer heimsmeistaramótið fram í Lahti í Finnlandi og stendur yfir frá 22.feb til 5.mars. Er þetta í sjönda skipti sem Lahti mun halda HM í norrænum greinum. Allir keppendur eru valdir til þátttöku í skíðagöngu en einnig er keppt í skíðastökki og norrænni tvíkeppni. Einungis hefur einn keppandi náð lágmörkum fyrir lengri vegalengdir en það er Snorri Einarsson. Aðrir keppendur sem valdir eru þurfa að fara í undankeppnina þann 22.feb ef enginn nær lágmörkum áður en HM hefst. Hópurinn mun dvelja í HM þorpinu frá 20.feb til 2.mars. Hér að neðan má sjá keppnisplanið ásamt vali á keppendum og fylgdarmönnum.

Heimasíða mótsins er http://www.lahti2017.fi/en