Anna María Daníelsdóttir
Anna María Daníelsdóttir
1 af 2

Í hófi Ísafjarðarbæjar síðastliðinn sunnudag þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar var útnefndur, var einnig útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. Það var Anna María Daníelsdóttir skíðakona sem var valin úr hópi ungra og efnilegra iðkenda.

Anna María varð þrefaldur unglingameisti Íslands í skíðagöngu árið 2015, auk þess að sigra á öllum bikarmótum Skíðasambands Íslands í sínum aldursflokki og tryggja sér þannig bikarmeistaratitil SKÍ. Hún sigraði einnig í  25 km göngu kvenna í Fossavatnsgöngunni. Hún hefur stundað markvissar æfingar allt frá 10 ára aldri og hefur áhuga og metnað til að ná langt í íþrótt sinni. Hefur hún nú tekið stefnuna á að halda til Noregs í nánust framtíð og stunda þar nám og æfingar við bestu mögulegu aðstæður. Anna María hefur tekið stórstígum framförum á síðustu árum og er tvímælalaust ein allra efnilegasta skíðagöngukona landsins.