Fundurinn fór fram á 4 hæð
Fundurinn fór fram á 4 hæð

Ársþing HSV 2024 var sett þriðjudaginn 7. maí og fór það fram á 4. hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Anton Helgi Guðjónsson formaður setti þingið, það tuttugasta og fjórða.  Sigurður Hreinsson var kosinn fyrsti þingforseti og Gylfi Ólafsson annar þingforseti.  Þokkaleg mæting var á þingið en gildir þingfulltrúar voru 24 og þáttakendur í heild um 30.

Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Kynningarfulltrúi UMFÍ og ritstjóri Skinfaxa ávarpaði þingið og flutti þingfulltrúum kveðjur frá stjórn UMFÍ.

Þingið samanstóð í aðalatriðum af hefðbundnum aðalfundarstörfum, skýrslu stjórnar, afgreiðslu reikninga og fjárhagsáætlunar, auk þess sem allnokkrar tillögur voru afgreiddar á þinginu.  Ein tillagan sem var samþykkt, snýr yfirstandandi þjóðarmorði Ísraelsmanna á Palestínumönnum og afstöðuleysi stjórnvalda og íþróttahreifingarinnar til þeirra voðaverka sem eiga sér stað á Gasa.  Var í ályktuninni þess krafist „að ísraelskir íþróttamenn fái samskonar útilokun frá alþjóðaviðburðum og þeir rússnesku.“  Þá segir jafnframt að: „áframhaldandi afstöðuleysi íþróttahreifingarinnar getur í besta falli talist hræsni en í versta falli kynþáttafordómar og meðsekt í þjóðarmorði.“

Þegar kom að liðnum kosningar vandaðist hinsvegar málið.  Ekki lág fyrir framboð á nægjanlegum fjölda stjórnarmanna til að fullmanna stjórn sambandsins.  Samþykkt hafði verið á síðasta ársþingi sú breyting á lögum, að kosið yrði í uppstillingarnefnd, en sá liður varð ekki virkur fyrr en á þessu þingi.  Lendingin varð því sú að kjósa á þinginu 3ja manna uppstillingarnefnd og fresta þingi um 2 vikur, á meðan nefndin starfaði.  Var í framhaldinu boðað til framhaldsþings þriðjudaginn 21 maí.

Framhaldaársþing HSV var svo sett 21 maí kl 17.00 á sama stað og hið fyrra.  Eini liður var á dagskrá, sem voru kosningar.

Samkvæmt reglum er árlega kosið um öll sæti í stjórn nema þau tvö sem kosin voru á síðasta þingi til tveggja ára, sem voru þau Ingibjörg Elín Magnúsdóttir og Páll Janus Þórðarson.

Uppstillingarnefnd gerði það að tillögu að Sigurður Hreinsson yrði nýr formaður HSV, tveir aðilar í aðalstjórn til tveggja ára, yrðu þau Magnús Þór Bjarnason og Hafsteinn Már Andersen. Og í varastjórn þau Axel Sveinsson, Anton Helgi Guðjónsson og Sif Huld Albertsdóttir.  Voru tillögur uppstillingarnefndar samþykktar með lófataki.

Stjórn HSV er þá þannig skipuð næsta árið:

Sigurður Hreinsson – formaður

Hafsteinn Már Andersen

Magnús Þór Bjarnason

Ingibjörg Elín Magnúsdóttir

Páll Janus Þórðarson

Varastjórn:

Axel Sveinsson

Anton Helgi Guðjónsson

Sif Huld Albertsdóttir