Birkir Eydal og Kjartan Óli Kristinsson
Birkir Eydal og Kjartan Óli Kristinsson
1 af 2

Þrír leikmenn Skells hafa verið valdir í unglingalandslið sem fara til Ítalíu um páskana. Þetta eru þeir Kjartan Óli Kristinsson og Birkir Eydal sem voru valdir í U17 landslið pilta og Birta Rós Þrastardóttir sem var valin í U16 landslið stúlkna. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Skells-stelpa kemst í lokahóp unglingalandsliðs. Þetta er frábær árangur hjá ekki stærra félagi og er frábær viðurkenning á hinu góða og öfluga barna og unglingastarfi Skells. Til hamingju Skellur.