Dagskrá ráðstefnunnar „Ungt fólk og lýðræði“ sem verður haldin dagana 9. – 11.apríl á Hótel Ísafirði liggur fyrir. Dagskráin er metnaðarfull en aðalþema ráðstefnunnar að þessu sinni verður Stjórnsýslan og við.

Þema endurspeglar vel þarfir ungs fólks og ungmenna sem vinna í ungmennaráðum í sínu sveitafélagi. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða og meta stöðu sína í eigin samfélagi og grundvöll til að ræða við aðila sem koma að stjórnsýslunni.


Ungmennafélag Íslands hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs fólks og vandað hefur verið til dagskrár ráðstefnunnar. Kvöldvökur verða bæði kvöldin og ættu allir að hafa bæði gagn og gaman af.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Með því að klikka á myndina hér til hliðar má sjá dagskrána í heild sinni.