Anna María Daníelsdóttir
Anna María Daníelsdóttir
1 af 6

Sunnudaginn 24. janúar verður útnefndur iþróttamaður Ísafjarðarbæjar. 10 tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn. Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru sex ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.

Tilnefningar til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar eru eftirfarandi
Anna María Daníelsdóttir SFÍ
Gísli Rafnsson knattspyrnudeild Harðar
Jens Ingvar Gíslason handboltaeild Harðar
Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir Skelli
Rúnar Ingi Guðmundsson KFÍ
Viktor Júlíusson BÍ88