Ísafjarðarbær hefur endurnýjað verkefnasamning við Héraðssamband Vestfirðinga. Samningurinn felur í sér að HSV tekur að sér skilgreind verkefni á vegum bæjarfélagsins.  Samningurinn er mjög mikilvægur fyrir íþrótta og æskulýsstarfsemina í bænum og er markmiðið með samningnum er að renna enn styrkari stoðum undir íþrótta- og æskulýðsstarfsemi á vegum HSV. Verkefnin sem héraðssambandinu eru falin eru af ýmsum toga svo sem þrif á fjörum, þrif eftir áramót, umsjón með ýmsum verkefnum á Skíðaviku, umsjón með knattspyrnusvæði, umsjón með golfvöllum, vinna við 17. júní og fleira.