Eva Margrét Kristjánsdóttir hjá KFÍ hefur verið valin í U-15 ára landslið Íslands sem tekur þátt í alþjóðlegu móti erlendis í byrjun júní. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari valdi ellefu stúlkur í landliðshópinn. Að því er segir í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands hefur Ísland tekið þátt í mótinu undanfarin ár með góðum árangri, en U-15 er fyrsta landslið sem fer á mót erlendis hjá KKÍ í sumar.

„Eva Margrét er mjög metnaðarfull stelpa sem æfir gríðarlega vel og hefur það sýnt sig í vetur þar sem framfarir hennar hafa ekki farið fram hjá neinum og er Eva einmitt ásamt félögum hennar í 10. flokk stúlkna að fara í úrslitakeppni Íslandmóts KKÍ sem fer fram 27.-29. apríl í Reykjavík,“ segir í tilkynningu KFÍ.