HSV í samstarfi við ÍSÍ bauð upp á fararstjóranámskeið á Ísafirði fimmtudaginn 10. maí síðastliðinn.  Námskeiðið ver vel sótt og góður rómur gerður að því sem þar var á borð borið.  Farið var í helstu þætti sem huga þarf að og falla undir verkefni fararstjóra í íþróttaferðum, bæði í ferðum innanlands og utan. Meðal annars var rætt um samvinnu íþróttaþjálfara og fararstjóra, viðbrögð við agabrotum og neyðarástandi o.fl.  Það var Gústaf Adólf Hjaltason úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem var fyrirlesari á námskeiðinu.