Gréta Proppe Hjaltadóttir
Gréta Proppe Hjaltadóttir
1 af 2

Fimm ungir og efnilegir iðkendur frá körfuboltadeild Vestra hafa verið valin í til að leika með yngri landsliðum Íslands. Um er að ræða lokahópa U15, U16 og U18 landsliða fyrir verkefni sumarsins.

Gréta Proppe Hjaltadóttir hefur verið valin í U15 landslið Íslands sem keppir á alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn í júní. Árangur Grétu er athyglisverður en hún býr á Þingeyri og þarf að sækja nær allar sínar æfingar til Ísafjarðar. 

Helena Haraldsdóttir mun leika með U16 landslið Íslands á Norðurlandamóti í Finnlandi í lok júní. Í ágúst keppir liðið síðan í Sofiu í Búlgaríu í Evrópukeppni FIBA.

Friðrik Heiðar Vignisson leikur með U16 karlalandsliðinu á Norðurlandamótinu í Finnlandi og síðan í Evrópukeppni FIBA í Padgorica í Svartfjallalandi í ágúst.

Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir eru valdir í U18 landslið Íslands og munu spila með því á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Um mánaðarmótin júlí/ágúst fara leika þeir sína með liðinu í Evrópukeppni FIBA í Oradea í Rúmeníu.

Þjálfarar þessara efnilegu ungmenna eru Yngvi Páll Gunnlaugsson, Nebojsa Knezevic og Nemanja Knezevic.