Forvarnarfundur gegn kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í Stjórnsýsluhúsinu næstkomandi mánudag  17. mars., kl.  16:30.

Fundurinn er liður í forvarnarátaki ÍSÍ gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Erindi fundarins verður í höndum Hafdísar Hinriksdótturn, íþróttakonu og meistaranema í félagsfræði, en Hafdís hefur verið vinna efni, í samvinnu við ÍSÍ, sem fjallar um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum.

Það er gríðalega mikilvægt að allir þjálfarar og aðilar sem á einn eða annan hátt eru að vinna með börnum og unglingum í hreyfingunni taki frá tíma á mánudag og hlýði á erindið og taki þannig á ábyrgan hátt þátt í þessari baráttu.

Erindið er bæði upplýsandi, fróðlegt og skemmtileg og á eftir verður boðið upp á kaffi, meðlæti og umræður um efnið.

Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og unglingum er meinvarp sem hreyfingin þarf stöðugt að vera á varðbergi fyrir.

HSV hvetur aðildarfélög til að auglýsa fundinn vel innan síns félags og ítreka mikilvægi hans við sína þjálfara.

Hér má finna bækling sem gefin er út af ÍSÍ og fjallar um málefnið.