Þriðjudaginn 3. maí n.k. mun forvarnafulltrúi Ísafjarðarbæjar og HSV í samstarfi við GÍ standa fyrir forvarnadegi fyrir miðstigsnemendur í Grunnskólanum á Ísafirði. Nemendum frá Þingeyri og Suðureyri verður ekið fram og til baka en gert er ráð fyrir að fræðslan standi frá 8:00-13:00 eða í sex kennslustundir. Þessum sex kennslustundum verður skipt í þrjár hreyfistundir og þrjá fyrirlestra sem verða í höndunum á Salóme Ingólfsdóttur næringarfræðingi sem fjallar um mikilvægi góðrar næringar, Mörthu Ernstdóttur sjúkraþjálfara og jógakennara sem fjallar um mikilvægi þess að hugsa vel um líkamann sinn og Erni Árnasyni leikara sem mun tala um framkomu.

Mánudaginn 2. maí kl. 20:00 verður foreldrafundur í sal GÍ þar sem sömu fyrirlesarar munu kynna sína fyrirlestra og fræða foreldra. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og nýti sér þessa flottu fyrirlesara.