Tveir þátttakendur, þær Ragney Líf Stefánsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir fóru á vegum íþróttafélagsins Ívars og kepptu á  Íslandsmóti ÍF í sundi í 25 metra laug. Það er óhætt að segja að árangurinn hafi verið glæsilegur og fengu þær 10 verðlaunapeninga og Ragney Líf setti 2 Íslandsmet. Ragney bætti 9 ára gamalt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi um þriðjung úr sekúndu. Einnig setti hún Íslandmet í 50 metra bringusundi og bætti metið um rúmar 2 sekúndur. Kristín vann 1 gull, 2 silfur og 1 brons

Ragney keppti í 6 greinum og vann þær allar. Hún keppti í eftirfarandi greinum.

50 skrið: 35,20    ÍSLANDSMET!
50 bak: 46,58
100 bringa: 1.53,29
100 skrið: 1.18,63
50 bringa: 48,79    ÍSLANDSMET!
200 skrið: 3.01,05

Kristín keppti í 5 greinum og fék 1 gull, 2 silfur og 1 brons. Hún keppti í eftirfarandi greinum:

50 skrið: 40,73 
50 bak: 48,84
100 skrið: 1.32,09 
50 bringa: 58,48
200 skrið: 3.20,14