Bikarmótið í alpagreinum sem fram fór um helgina gekk eins og í sögu og voru aðstæður frábærar, gott skíðafæri og sól skein í heiði. Tveir Ísfirðingar nældu sér í silfur í svigi í 15-16 ára flokki, þau Elín Jónsdóttir og Ólafur Njáll Jakobsson. Ísfirðingar fengu samtals þrenn silfurverðlaun á þessu móti, þar sem Anna María Guðjónsdóttir varð önnur í stórsviginu á laugardaginn í 17-19 ára flokki. Öll úrslit mótsins má sjá á heimasíðu skíðafélagsins www.snjor.is undir liðnum "skrár".