Frá morgungöngu í Naustahvilft í hreyfiviku 2016
Frá morgungöngu í Naustahvilft í hreyfiviku 2016

Frá og með næsta mánudegi og til sunnudags er Hreyfivika UMFÍ í í samstarfi við HSV og Ísafjarðarbæ. Fyrsti viðburður hreyfiviku 2017 verður líkt og fyrri ár gönguferð upp í Naustahvilft kl. 6 að morgni mánudags á vegum gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Safnast verður saman við bílastæðið neðan Hvilftar og gengið upp í rólegheitum. Veðurspá mánudagsmorguns hljóðar upp á hæga austlæga átt og 7-10 gráðu hita.