Grunnskólamót Héraðssambands Vestfirðinga í frjálsum íþróttum verður haldið á Ísafirði kl. 13 á morgun. Mótið fer fram íþróttavallarhúsinu á Torfnesi en keppnisgreinar verða; langstökk, kúluvarp, boltakast, víðavangshlaup, 60 metra hlaup og 5X60 metra boðhlaup. Halda átti mótið á föstudag en því var frestað vegna veðurs. HSV hvetur alla sem geta að mæta og hvetja börnin áfram.