Grunnskólinn á Ísafirði hélt í gær mánudaginn 31.maí grunnskólamót í frjálsum íþróttum.  Keppendur voru úr 5-10.bekk grunnskólans.  Fjölmargir krakkar tóku þátt í keppninni.  Keppt var í fjórum greinum langstökki, 100m hlaupi, víðavangshlaupi og kúluvarpi.  Veittar voru viðurkenningar fyrir þrjá stigahæstu keppenduna.  Gaman var að sjá hvað krakkarnir höfðu gaman af og allir skemmtu sér konunglega. 
Fyrir þá krakka sem hafa áhuga á því að æfa frjálsar íþróttir í sumar þá eru æfingar fyrir 10-13 ára á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kr 12:00-13:00 og fyrir 14 ára og eldri kl 18:30 sömu daga.  Þjálfari er Jón Oddsson.