1 af 2
Dagana 4. - 7. júlí var haldið Landsmót UMFÍ, sem að þessu sinni fór fram á Selfossi. Mótið þótti takast með ágætum og gamalgróin landsmótsstemming sveif yfir rómaðri Ölfussveitinni þessa helgi. 

Að þessu sinni kepptu fjórir fræknir bridgespilarar undir merkjum HSV og gerðu þeir enga sneipuför suður. Hitt gerðu þeir heldur, komu, sáu, sigruðu nokkra og enduðu í fjórða sæti sem þykir einkar góður árangur. 

Sveit HSV skipuðu: Óskar Elíasson, Arnar Geir Hinriksson, Örvar Snær Óskarsson og Ómar Freyr Ómarsson.