Vikuna 21. til 27. september mun HSV standa fyrir hreyfiviku í samstarfi við Ísafjarðarbæ og UMF'I. Um er að ræða samevrópskt verkefni sem haldið er víða um Evrópu til að minna á gildi hreyfingar og kynna fyrir sem flestum kosti þess að hreyfa sig. Meðal þess sem í boðið er þessa viku er kajakróður, sjósund, gönguferðir, jóga og kynning í líkamsrækt. nánari dagskrá verður kynnt fljótlega en fyrsti viðburður ísfirskrar hreyfiviku er göngutúr upp í Naustahvilft kl. 06:00 á mánudagsmorgun.