Komi ofbeldismál upp innan íþróttafélags verða stjórnendur að senda það af heimavelli í hendur sérfræðinga.  

 
Af gefnu tilefni vill UMFÍ benda á leiðir sem unnt er að nýta þegar upp koma vísbendingar um ofbeldisverk eða aðra óæskilega hegðun inna íþrótta- og æskulýðsstarfs af hvaða tagi sem það er. Mikilvægt er að öll ofbeldismál eða vitneskja um málin verði tekin af heimavelli þeirra og unnin af fagfólki. Hvert íþróttafélag eða deild innan íþróttafélaga á ekki að vinna í því í sínu horni. Það er öllum fyrir bestu.

Æskulýðsvettvangurinn

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur UMFÍ, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Vettvangurinn var formlega stofnaður árið 2012.

Hægt er að tilkynna um ofbeldi og óæskilega hegðun til Æskulýðsvettvangsins. Hann býður jafnframt aðildarfélögum og öllum þeim sem þess óska upp á ýmis konar fræðslu auk netnámskeiðsins Barnavernd, en því er ætlað að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi um allt land um einelti, ofbeldi og áreitni og hvaða formi sem ofbeldið birtist.

Nánar um námskeiðið Barnavernd

 

Samskiptaráðgjafinn

Samskiptaráðgjafi í íþrótta- og æskulýðsstarfi tók til starfa árið 2019.

Starf samskiptaráðgjafa nær til allrar skipulagðrar starfsemi eða starfsemi í tengslum við hana á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og æskulýðssamtaka sem starfa á grundvelli æskulýðslaga.

 

Mikilvægar vefsíður og tenglar

Æskulíðsvettvangurinn

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

 

UMFÍ áréttar jafnframt að íþrótta- og æskulýðsfélögum er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota, auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Reglurnar ná jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða á vegum íþróttafélaga sem hafa umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri.

 

Siðareglur HSV

Siðareglur HSV má finna hér, og er mikilvægt að okkar aðildarfélög séu meðvituð um þær.

Viðbragðsáætlun HSV má lesa hér 

Hlutverk siðareglna er að veita þeim sem koma að íþróttum almennar leiðbeiningar og vera þeim hvatning. Þær eru hluti af þeim anda sem á að vera ríkjandi í félaginu og þurfa að njóta almenns stuðnings meðal félagsmanna. Þær eru ekki tæmandi, heldur leiðbeinandi og hvetjandi. Aðhaldið felst í almennu viðhorfi til boðskapar reglnanna.