Kristján Sigurðsson bogfimiþjálfari og Valur Richter frá Skotíþróttafálagi Ísafjarðarbæjar.
Kristján Sigurðsson bogfimiþjálfari og Valur Richter frá Skotíþróttafálagi Ísafjarðarbæjar.

Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar fær hvatningarverðlaun Ísafjarðarbæjar árið 2018. Félagið á sér langa sögu og hefur alla tíð haft öflugan kjarna sem hefur æft og keppt af metnaði. Eftir að ný inni aðstaða opnaði hefur starfið eflst til muna og eru nú haldin mót hér heima bæði í skotfimi og bogfimi.

Félagið hefur á síðustu þremur árum byggt upp öflugt starf í bogfimideild sinni. Þar eru nú nokkrir einstaklingar sem stunda reglulega æfingar og keppni með góðum árangri.

Það er mikilvægt að hafa fjölbreytt tækifæri í íþrótta- og tómstundaiðkun. Aukin fjölbreytni gefur fleiri einstaklingum kost á að stunda íþróttir og æfa í góðum félagsskap. Starf Skotíþróttafélagsins hefur komið með slíka fjölbreytni inn í íþróttalífið í Ísafjarðarbæ. Með bogfimideildinni er nú kominn vísir að barna- og unglingstarfi sem sýnir sig í því að nú hefur félagið í fyrsta sinn tilnefnt iðkanda í flokk efnilegustu íþróttamanna Ísafjarðarbæjar. Með þessum hvatningarverðlaunum vonar Ísafjarðarbær að félagið fái byr í seglin í áframhaldandi uppbyggingu og að barna og unglingastarf verði öflugur hluti í þeirra starfi.