Um næstu helgi verður haldið innanhúsmót BÍ 88 og Eimskips í knattspyrnu í íþróttahúsinu Torfnesi.

 Keppt verður í 8.- 3.flokki karla og kvenna.

Skráningin fer þannig fram að þið sendið okkur póst í netfangið ithrottaskoli@hsv.is,  þar sem þarf að koma fram fullt nafn og fæðingarár viðkomandi barns. Tekið er við skráningum til kl. 15.00 í dag fimmtudag.

Nánari dagskrá mótsins verður svo komin á hsv/bi.is í kvöld.

 Við hvetjum sem flesta iðkendur í boltaskóla HSV til að skrá sig og vera með í skemmtilegu móti.