Guðmundur Guðmundsson leikmaður 11.flokks hjá KFÍ hefur verið valinn í æfingaúrval U-18 landsliðs Íslands en þess má geta að hann er einungis 16 ára. 
Hildur Hálfdánardóttir í 3.flokki BÍ/UMFB hefur verið valin í æfingahóp U-16 ára landsliðs Íslands og tekur þátt í æfingum undir stjórn Þorláks Árnasonar þjálfara liðsins.
Við óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur.