Í haust þegar skólaár hefst mun Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) í samstarfi við aðildarfélög sín setja á legg íþróttaskóla HSV fyrir börn í 1-4 bekk grunnskóla Ísafjarðarbæjar.  Íþróttaskóli HSV mun leggja áherslu á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV.  Ráðinn verður yfirþjálfari sem sér um skipulagningu ásamt því að sjá um grunnþjálfun.  Hann mun einnig skipuleggja og þjálfa aðrar greinar í samstarfi við aðildarfélög HSV.   HSV og aðildarfélög hafa unnið að þessu verkefni í langan tíma og hefur sú vinna nú borið árangur.  Ísafjarðarbær styður verkefnið og var stofnun skólans ein af grunnstoðum í nýjum samningi Ísafjarðarbæjar og HSV sem undirritaður var síðastliðin vetur. 

Markmið skólans eru.

·         Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir

·         Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð

·         Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum

·         Að auka gæði þjálfunar

·         Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna

·         Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.