Þá er komið að því, íþróttaskóli HSV byrjar á morgun fimmtudag.  HSV er ásamt nokkrum aðildarfélögum að setja upp skráningarkerfi þar sem hægt verður að skrá börnin sín í gegnum internetið.  Verður kerfið tilbúið mjög fljótlega.  Þó ekki sé hægt að ganga frá skráningu byrjar íþróttaskólinn á morgun og mæta krakkarnir samkvæmt stundatöflu sem finna má hér á heimasíðunni.  Mikil spenna og tilhlökkun er hjá þjálfurum að byrja og við vitum að krakkarnir bíða einnig spennt á að byrja. Hlökkum til að sjá sem flesta krakka á morgun.

 

Við munum byrja á því að vera úti fyrstu vikurnar svo allir þurfa að mæta klæddir eftir veðri og mæta fyrir utan sundhöll

Ísafjarðar.  Þeir sem ætla að æfa sund mæta samkvæmt stundatöflu í sundhöll Ísafjarðar. 

 

Fyrsta grein í boltaskóla sem farið verður í er knattspyrna.