Á sunnudagskvöldið n.k. koma strákarnir frá ÍA í heimsókn og spila við KFÍ og er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Ef KFÍ sigrar í leiknum þá eru þeir búnir að tryggja sér sæti Í Iceland Express deildinni næsta vetur. Á sama tíma er hver leikur fyrir ÍA mikilvægur þar sem þeir eru að reyna að halda sér uppi í 1. deild. Leikurinn hefst kl. 19.15 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu fyrir þá sem ekki komast á leikinn.

Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og fylla húsið og mynda brjálaða stemningu. Skiptir miklu máli fyrir strákana að fá hjálp frá stuðningsmönnum til að hjálpa þeim yfir síðasta hjallann.

Ýmsir skotleikir og annað sem kemur á óvart verður á á leiknum og nú er ekkert annað að gera en að mæta og hvetja strákana.