Í dag, 2. maí, eru stór tímamót í sögu Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar því á þessum degi, 2. maí, árið 1965 var félagið formlega stofnað. Starfsemi félagsins var öflug á fyrstu árum þess þrátt fyrir erfiðar aðstæður að mörgu leyti m.t.t. aðstöðu til æfinga og keppni og að sjálfsögðu samgangna. Segja má að nýtt blómaskeið félagsins hafi svo hafist upp úr 1990 en félagið varð deildarmeistari 1. deildar 1996 og í kjölfarið skipaði félagið sér í fremstu röð á Íslandsmóti og lék til úrslita gegn Grindavík um bikarinn árið 1998.

Fyrsti formaður KFÍ var Eiríkur Ragnarsson en núverandi formaður er Ingólfur Þorleifsson.

HSV sendir stjórn og félagsmönnum KF'I hamingjuóskir í tilefni dagsins.