Körfuknattleiksdeild Vestra býður alla káta krakka og foreldra þeirra velkomna á hinn árlega Körfuboltadag miðvikudaginn 5. september kl 18.00-19:30. á körfuboltadeginum eru línur lagðar og vetrarstarf deildarinnar kynnt. Börn í 4. bekk og yngri æfa gjaldfrjálst allan veturinn en nýliðar í eldri árgöngum æfa endurgjaldslaust í tvo mánuði og fá þannig góðan tíma til að sjá hvort karfan passar þeim.

Verið velkomin í körfu