HSV vill vekja athygli á að kvikmyndasýning á myndum Hermanns Níelssonar verður haldin í Alþýðuhúsinu á Ísafiði (Ísafjarðar Bíó) laugardaginn 6. desember kl. 16.00.

Sýndar verða myndirnar:

Leiðin til afreka

Mynd um unglingadeildir björgunnarsveitanna.

Einnig verða sýnd myndbrot úr Landanum og frá Íslandsglímunni á Ísafirði.

Hermann Níelsson hefur um langa tíð verið ötull í vinnu við íþróttahreyfinguna bæði hér á heimaslóðum en einnig fyrir ÚÍA. Hann hefur undanfarna mánuði glímt við erfið veikindi en er nú á góðum batavegi og kemur vestur til að verða viðstaddur sýninguna.
Mynddiskarnir verða til sölu á staðnum til þess að standa straum af sjúkrakostnaði Hermanns auk framleiðsluskostnaðar við gerð myndanna. Einnig verður tekið við frjálsum framlögum.

HSV vonast til þess að sjá sem flesta.