Föstudaginn 13. september verður bogfimideild Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar með kynningu á bogfimi í aðstoðu sinni á Torfnesi (undir stúkunni). Kynningin verður frá kl. 17.00 til 21.00. Allir sem hafa áhuga á að kynna sér íþróttina eða vilja koma sér af stað eru velkmonir. Kelea Quinn bogfimiþjálfari verður á staðnum til leiðbeiningar ásamt bogfimifólki af svæðinu.