Landsmót UMFÍ50+ fer fram á Ísafirði 10.-12. júní næstkomandi. Allir þeir sem fæddir eru árið 1966 eða fyrr eru gjaldgengir til keppni. 

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig til keppni en skráningarfrestur rennur út á miðnætti sunnudaginn 5. júní. Skráning fer fram á heimasíðu umfi: http://skraning.umfi.is/50plus/

Fjölmargar spennandi greinar eru í boði og ættu allir að geta fundið keppni við sitt hæfi. Að auki er fjölbreytt og skemmtilega utankeppnisdagskrá þar sem hæst ber sjávarréttarveisla og ball með BG á laugardagskvöldi, söguganga um Eyrina, heilsufarsmælingar og kvöldvaka á föstudegi með danskeppni og Villa Valla og vinum á harmonikku.

Veðurspá er okkur hagstæð, útlit er fyrir þurrt hæglætisveður með sólarglennum ef ekki bara glaðasólskini.

Sjáumst.