Linda og Anna ásamt Díönu Jóhannsdóttur formanni SKÍ við undirritun samninga.
Linda og Anna ásamt Díönu Jóhannsdóttur formanni SKÍ við undirritun samninga.

Í byrjun mánaðarins gerði HSV samning við þær Lindu Rós Hannesdóttur og Önnu Maríu Daníelsdóttur.   Samningarnir fela í sér að Afrekssjóður greiðir mánaðarlega styrki til íþróttafólksins árið 2020. Díana Jóhannsdóttir undirritaði samninginn fyrir hönd Skíðafélags Ísafjarðar.

 

Linda Rós Hannesdóttir er 17 ára og kepptir í gönguskíðum og er ein af efnilegustu íþróttamönnum landsins. Linda hefur meira og minna unnið öll mót sem að hún hefur tekið þátt í hér landi. Hún hefur verið. unglingameistari, Andrésarmeistari og bikarmeistari.  Einnig tók hún þátt fyrir Íslands hönd á ólympíumóti æskunnar í byrjun árs.  Í lok árs 2019 var Linda valin efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.

 

Anna María 20 ára og hefur verið mikið við keppni erlendis þetta tímabilið þar helst í Svíþjóð.  Anna mun keppa fyrir Íslands hönd á HM unglinga sem fram fer í Þýskalandi í lok febrúar.  Vorið 2019 lauk Anna við stúdentspróf frá Ullricehamn skíðaframhaldsskóla í Svíþjóð.

HSV og stjórn afrekssjóðs óskar Önnu og Lindu innilega til hamingju.