Nú erum við að rúlla upp síðustu viku Íþróttaskóla HSV veturinn 2012-2013. Á föstudaginn verður lokahóf Íþróttaskólans haldið á sparkvellinum við Grunnskólann á Ísafirði og er ætlunin að byrja klukkan 13. Þar verða í boði grillaðar pylsur, safi og eitthvað sprell fyrir krakkana og hvetjum við alla sem tekið hafa þátt í íþróttaskólanum þennan veturinn að koma og leika sér með okkur. Ekki verður hefðbundin dagskrá samkvæmt stundaskrá Íþróttaskólans þennan dag. Ég vil endilega minna krakkana sem eru að klára 4.bekk á að koma kl.13 á föstudaginn og fá afhenta útskriftargjöfina sína fyrir dugnaðinn í íþróttaskólanum í vetur . Þeir sem ekki geta mætt þennan dag og tekið við útskriftargjöfinni geta haft samband við mig og ég komið íþróttagöllunum til ykkar eða þið nálgast þá hjá mér.

Að lokum vil ég þakka ykkur og börnunum samveruna í vetur og vonast til að sjá þau sem flest á leikjanámskeiði HSV í sumar og/eða í Íþróttaskólanum næsta haust.

Kveðja, Salome.