Matthías Vilhjálmsson leikmaður Íslandsmeistara FH lagði upp flest mörk í Pepsi deildinni í sumar.  Þetta var tilkynnt á kynningarhófi bókarinn íslensk knattspyrna 2009 í höfuðstöðvum KSÍ í gær.  Matthías lagði upp 11 mörk fyrir félaga sína og skoraði auk þess 10 mörk sjálfur.  Eins og flestum er kunnugt þá er Matthías Ísfirðingur og uppalinn hjá Boltafélagi Ísafjarðar.  HSV óskar Matta til hamingju með árangurinn í sumar.