Hef tekið saman nokkra punkta varðandi næringu barna og unglinga í íþróttum. Endilega hugið vel að mataræði barnanna ykkar og hugsið daginn til enda, t.d. ef þau eru að fara á æfingu seinni hluta dags. Það getur verið erfitt að fara á æfingu kl.15 eða síðar, þegar síðasta máltíð var kl.11:30 eða 12. Einfalt orkuskot eins og þurrkaðir ávextir, ávaxtasafi eða hnetur og möndlur fara vel í íþróttatöskunni og geymast vel.

Kveðja, Salome yfirþjálfari íþróttaskóla HSV og næringarfræðingur.

 

Næring barna og unglinga í íþróttum

Líkaminn þarfnast orku til vaxtar og viðhalds og er þetta sérlega mikilvægt fyrir börn og unglinga í örum vexti. Mikilvægt er að þau fái næga orku til að takast á við verkefni dagsins og hafi nægilegt eldsneyti þegar kemur að íþróttaæfingu. Mataræði er svo sannarlega einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á árangur í íþróttum og hér koma nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga varðandi næringu barnanna:

 • Borðum fjölbreytt – úr öllum fæðuflokkum daglega
 • Borðum reglulega yfir daginn: Morgunmatur, morgunhressing, hádegismatur, síðdegishressing, kvöldmatur, (kvöldhressing)
 • Borðum meira af ávöxtum, grænmeti og fiski
 • Takmörkum neyslu á sælgæti, sykruðum gos- og svaladrykkjum og sætabrauði
 • Lýsi inniheldur D-vítamín, sem ekki er að finna í mörgum fæðutegundum. D-vítamín hefur góð áhrif beinheilsuna, ásamt kalkinu (sem við fáum t.d. úr mjólkinni)
 • Munum að vatn er besti svaladrykkurinn og ætti alltaf að vera með á æfingum. Mikilvægt að vökva sig vel yfir daginn, fyrir æfingu, á æfingunni og eftir hana
 • Drykkir sem innihalda koffein (t.d. dökkir gosdrykkir, orkudrykkir, te og kaffi) eru ekki góður kostur
 • Fæðubótarefni eru óþörf fyrir börn og unglinga (í langflestum tilfellum)
 • Mikilvægt er að huga vel að fæðuvali í tengslum við æfingar og keppni

Fyrir æfingu/keppni:

 • Staðgóð máltíð um 6 klst. fyrir
 • Léttari kolvetnarík máltíð 2-3 klst. fyrir
  • Dæmi: Samloku/flatköku, pasta með tómatsósu, morgunkorn, ávaxtasafa, ávöxt ...
 • Ekki borða skemur en 1 klst. fyrir
 • Drekka ríflega með máltíðum
 • Borða eitthvað sem maður “þekkir”

Á æfingu eða í keppni

 • Ef eitthvað, fá sér þá kolvetnaríka fæðu. Banani í hálfleik er klassískur
 • Drekka nóg vatn til að bæta upp vökvatap

Eftir æfingu/keppni

 • Drekka vel til að bæta upp vökvatap
 • Endurnýja orkubirgðir vöðvanna, helst á fyrstu 2 klst eftir æfingu. Borða kolvetnaríka fæðu 20-30 mín eftir átök (t.d. ávöxtur), svo staðgóða máltíð sem fryst (blanda af kolvetnum og próteinum)
 • Sérstaklega mikilvægt ef keppni heldur áfram daginn eftir